Líkamsárás

Lögregla svo lögmaður

Ef þú verður fyrir líkamsárás, getur þú átt rétt á bótum frá árásarmanninum. Áður en til þess kemur er nauðsynlegt að þú kærir árásina til lögreglunnar.

Þegar um alvarlega líkamsárás er að ræða getur þú sem þolandi átt rétt á bótagreiðslu úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun bótanefndar. Ríkissjóður sér svo um að innheimta þann hluta bótanna frá árásarmanninum.

Áður en sá sem fyrir árásinni varð leggur fram bótakröfu í líkamsárásarmáli, er nauðsynlegt að leita ráða hjá lögmanni sem hefur reynslu af slíkum kröfum.

Stattu vörð um þinn rétt!  Þú getur mögulega átt rétt á bótum vegna: 

  • þjáningar
  • tekjutaps
  • miska
  • örorku 
  • o.s.frv.
Líkamsárás portrait
Líkamsárás landscape