Vélhjólaslys

Í órétti sem rétti

Ef þú slasast í vélhjólaslysi, hvort sem þú ert ökumaður eða farþegi, getur þú átt rétt á bótum. Bæturnar fást þá annað hvort úr slysatryggingu ökumanns og eiganda eða úr ábyrgðartryggingu vélhjólsins.

Það skiptir ekki máli hvort hinn slasaði var í rétti eða órétti. Það er líka sama hvort slysið átti sér stað vegna árekstrar eða vegna þess að viðkomandi datt af vélhjólinu eða missti stjórn á því vegna einhverra utanaðkomandi þátta.

Vart verður mikillar vanþekkingar og misskilnings um bótarétt í vélhjólaslysum, en bótarétturinn er sá sami og gildir um einstaklinga sem lenda í umferðarslysi af völdum bifreiða. Vélhjólatryggingar eru þó öðruvísi að því leyti að stærstur hluti tryggingabótanna kemur vegna slysa á ökumanni en ekki vegna tjóns sem hendir þriðja aðila. Einfaldlega vegna þess að ökumenn mótorhjóla eru oftast einir á ferð. Mikilvægt er að sá sem fyrir slysinu varð, ráðfæri sig við lögmann okkar um rétt sinn sem fyrst. Fyrsta viðtal er alltaf ókeypis hjá okkur.

Vélhjólaslys landscape